Nokkrir veitingastaðir í París

Le Procope — skemmtilegur staður á vinstri bakkanum, ekki langt frá St Germain des Près — elsti veitingastaður í París.


Bofinger, rétt hjá Bastilluóperunni. Maturinn er einfaldur eins og oftast er á Brasseríum. Arkítektúrinn er frábær og bara það eitt að fara þarna inn til að skoða er eiginlega alger skilda.


Au Pied de chochon, í Les Halles-Hverfinu, rétt hjá St Eustache kirkjunni. Kirkjan er mjög falleg og vert að skoða í dásamlegu hverfi þar sem gamla kauphöllin blasir við. Staðurinn er mikið sóttur af ferðamönnum og skammt frá er mjög skemmtileg eldhúsáhaldabúð sem er vel þess virði að skoða.


Le train Bleu, glæsilegur staður með góðum mat á Gare de Lyon lestarstöðinni. Hann er dæmigerður Brasserí staður með brasserí eldamennsku.


La Coupole á Montparnasse brautarstöðinni.


Atelier Maitre Albert — þar er hægt að fá mjög góða önd. Hann er í samnefndri götu á vinstri bakkanum (Rue Maitre Albert), gegnt Notre Dame. Þetta er píniulítil gata en samt hafa amk. tveir nafnkunnir íslendingar búið þar.


----------


Bouillon Racine ekki langt frá Sorbonne


Le Coupe-Chou ekki langt frá Sorbonne


LA TOUR D'ARGENT mjög þekktur


----------


Les Bouquinistes er staður í dýrari kantinum en maður verður ekki fyrir vonbrigðum.


Ze Kitchen Galerie er staður við hliðina á Les Bouquinistes.


Willi‘s Wine Bar frábær matur, staðurinn er líflegur og þjónustan til fyrirmyndar, frábær vínlisti og virkilega gaman að borða þarna.


Macéo er við hliðina á Willis Winbar og maturinn þar er frábær, staðurinn er líflegur og þjónustan til fyrirmyndar, frábær vínlisti og virkilega gaman að borða þarna.


La Robe et le Palais er staður sem Frakkar sækja, mjög góður matur og frábær vínlisti — fín þjónusta og alls ekki dýr.


----------

Bistrot Paul Bert, 18 Rue Paul Bert, ~ 2 km frá Bastillunni.